Akureyrarbær auglýsir eftir umsóknum í Menningarsjóð fyrir árið 2026. Skilafrestur allra umsókna er til og með 26. nóvember 2025.
Hægt er að sækja um í fjórum flokkum eftir því sem við á:
Verkefnastyrkir fyrir verkefni sem styðja við menningarstarfsemi í sveitarfélaginu Akureyrarbæ. Upphæð styrkja er á bilinu 80.000-400.000 kr.
Samstarfssamningar til tveggja eða þriggja ára. Árleg upphæð getur verið allt að 400.000 kr. Einungis skráð félagasamtök í sveitarfélaginu Akureyrarbæ geta sótt um.
Starfslaun listamanna sem dreifast jafnt yfir níu mánuði. Öll sem hafa lögheimili í sveitarfélaginu Akureyrarbæ og starfa að öllu eða mestu leyti í sveitarfélaginu er heimilt að sækja um í eigin nafni.
Sumarstyrkur ungra listamanna fyrir ungt og efnilegt listafólk á aldrinum 18-25 ára sem er í framhaldsnámi eða á leið í framhaldsnám í sinni grein. Úthlutað verður 1-2 styrkjum.
Sótt er um rafrænt í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar.
Nánari upplýsingar veitir Elísabet Ögn Jóhannsdóttir verkefnastjóri menningarmála í netfanginu elisabetogn@akureyri.is
Allar nánari upplýsingar, reglur og samþykktir er að finna á vefsíðu Akureyrarbæjar.



