Opnir íbúafundir með Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra verða haldnir í ágúst í öllum landshlutum. Fundurinn fyrir íbúa á Norðurlandi vestra verður haldinn í Krúttinu á Blönduósi mánudaginn 25. ágúst kl. 16:30-18:00. Skráning á fundinn fer fram hér.

Tilgangur ráðherra með fundunum er að eiga samráð og kalla eftir sjónarmiðum íbúa og sveitarstjórnarfólks um málaflokka ráðuneytisins – samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál og fjarskipti og stafræna innviði. Það mun m.a. nýtast í vinnu við stefnumótun og undirbúning áætlana á vegum ráðuneytisins. Þá er stefnt að því að leggja fram samgönguáætlun síðar í haust og íbúum gefst því tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við ráðherra.