Í gær, miðvikudag, var formleg opnun sýningar á verkum Árna Páls í Söluturninum á Siglufirði.
Örlygur Kristfinnsson sýningarstjóri opnaði sýninguna með stuttri ræðu, að listamanninum viðstöddum, auk boðsgesta.

Örlygur Kristfinnsson

Nokkrir boðsgesta
Í ræðu sinni bauð Örlygur listamanninn hjartanlega velkominn og gat þess hve mikils virði það er fyrir lítið gallerý í gömlu húsi á hjara veraldar að fá jafn glæsilega sýningu og sýning Árna Páls er.

1. Þú ert hér – 2. Snúningar

3. Hljóð úr steðjanum I – 4. Hljóð úr steðjanum II

5. Skyldu bátar mínir róa í dag?
Árni Páll er fæddur í Stykkishólmi árið 1950. Hann hreifst ungur af myndlist, og þá sérstaklega “nýju” listinni, “concept” listinni o.fl. í London.

Árni Páll myndlistarmaður við opnun sýningarinnar
Árni Páll er líka hönnuður sem hefur komið að hönnun 60-70 kvikmynda, bæði íslenskra og erlendra, aðallega sem hönnuður leikmynda. Flestir muna eftir kvikmyndinni Djöflaeyjan, en braggaþorpið í þeirri mynd er hönnun Árna Páls. Hann hefur líka hannað sýningar, t.d. fyrir Science Museum í London.
Árni Páll var aðal hönnuður fyrir Ísland á heimssýningunum í Lissabon í Portúgal og Hannover í Þýskalandi, en sýningarskáli Íslands á þeirri sýningu var af gestum valinn sá besti.
Hérlendis hefur Árni Páll hannað sögusýningar og ber þar hæst galdrasýninguna á Ströndum, og dönsku sýninguna á Fáskrúðsfirði. Á Siglufirði má einnig sjá hönnun Árna Páls, sem er Bátahús Síldarminjasafnsins. Þar leysti hann með miklum ágætum þann vanda að láta þetta stóra og mikla hús falla smekklega inn í umhverfið.
Sýning Árna Páls í Söluturninum verður opin kl 13-17 eitthvað fram eftir sumri.
Frétt og myndir: Gunnar Smári Helgason