Vetraropnun Íþróttastöðvaða í Fjallabyggð tekur gildi 4. september.
Sundhöllin á Siglufirði er innilaug 10 x 25 metrar. Á útisvæði er stór pottur með nuddi, kalt kar og sauna.
Á Ólafsfirði er úti sundlaug 8x25m, tveir heitir pottar annar 38° og hinn 40° og er 38° potturinn með nuddi. Sauna og kalt kar. Einnig er góð aðstaða fyrir barnafólk og hægt að velja að fara í fosslaugina og barnalaugina og síðast en ekki síst rennibrautirnar tvær. Önnur er snákur sem er 3,5 metrar en sú stærri er 52,5 metrar og er svarthol.
