1-1-2 dagurinn er næstkomandi sunnudag 11. febrúar og er yfirskrift hans að þessu sinni “Öryggi á vatni og sjó”.

Af því tilefni ætla viðbragðsaðilar í Fjallabyggð að tefla fram nýja björgunarskipinu Sigurvin með bátaflokk Björgunarsveitarinnar Stráka í stafni og setja á svið sjóbjörgun í Siglufjarðarhöfn ásamt Slökkviliði Fjallabyggðar, sjúkraflutningateymi HSN í Fjallabyggð og lögreglu.

Sýningin hefst klukkan 14:00 og býðst fólki að koma og fylgjast með. Að henni lokinni verða viðbragðsaðilar við athafnasvæði Björgunarsveitarinnar Stráka við Tjarnargötu þar sem fólki býðst að skoða tækjakostinn og spjalla við viðbragðsaðila. Þá geta krakkar og jafnvel fullorðnir reynt við klifurvegginn.

Styrktartónleikar fyrir björgunarsveitina verða svo haldnir í Siglufjarðarkirkju um kvöldið og hefjast þeir stundvíslega klukkan 20:00. Þar kom Ástarpungarnir fram ásamt góðum gestum. Miðaverð kr. 3.900.-

Dagskrá:
14:00 Sjóbjörgun í Siglufjarðarhöfn
14:30 Opið hús hjá Björgunarsveitinni Strákum og Slysavarnadeildinni Vörn við Tjarnargötu ásamt öðrum viðbragðsaðilum. Heitt kaffi og bakkelsi
19:30 Miðasala í Siglufjarðarkirkju á styrktartónleika
20:00 Styrktartónleikar fyrir Björgunarsveitina Stráka í Siglufjarðarkirkju.

Viðburðinn á Facebook má skoða hér: https://www.facebook.com/events/1247245199529534?ref=newsfeed