Á 622. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis Sigríðar Bylgju Sigurjónsdóttur fh. Trés lífsins, dags. 20.09.2019 þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til opnunar Minningagarðs í sveitarfélaginu.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 14.10.2019 þar sem fram kemur að ekki er gert ráð fyrir Minningagarði í aðalskipulagi sveitarfélagsins og lagt til að erindið verði sent sóknarnefndum til umsagnar.

Bæjarráð samþykkir að senda erindið á sóknarnefndir í Fjallabyggð til umsagnar.

Á vefsíðu Tré lífsins segir meðal annars “Við viljum heiðra minningu ástvina okkar á fallegan hátt og huga að umhverfinu í leiðinni. Við viljum bjóða fólki að gróðursetja tré ásamt ösku ástvina sinna sem vex upp til minningar um hinn látna. Draumur okkar er sá að trén vaxi í Minningagörðum þangað sem fjölskyldan getur farið saman og fylgst með trjánum vaxa og átt ljúfa stund saman í náttúrunni.”

 

Forsíðumynd er af vefsíðu Tré lífsins og sýnir frumgerð af duftkeri fyrir Tré Lífsins, hannað af Helgu Unnarsdóttur, leirlistakonu.