Þátturinn Egg, Beikon og Bakaðar Baunir er á dagskrá FM Trölla á morgun, föstudaginn 27. október, kl. 8.
Oskar sendir þáttinn út beint frá Stúdíói 7 á Englandi og hyggst skemmta hlustendum FM Trölla með frábærri tónlist úr öllum áttum. Hann kíkir líka á forsíður íslensku og bresku blaðanna, skoðar helgarveðrið og svo er hlustendum boðið að taka þátt í hressilegri morgunleikfimi.
Endilega stillið á FM Trölla á föstudögum frá klukkan 8 til 10, þið sjáið ekki eftir því.
FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.
Einnig má hlusta á netinu, hér á trolli.is, í Spilaranum t.d. í Apple TV og ýmsum nýrri sjónvarpstækjum, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com
Minnum einnig á skip.trolli.is sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.