Ida Semey kennari og veitingahúsaeigandi í Ólafsfirði hefur sett á laggirnar matreiðslunámskeið fyrir útlendina þar sem menning, matargerð og hráefni eru í aðalhlutverki.
Vegna þessa námskeiðs hefur hún verið að sanka að sér íslenskum matar- og bökunaruppskriftum. Óskar hún eftir fleiri íslenskum uppskriftum og er ekki verra að þær tengist Tröllaskaganum og gamalli íslenskri matarhefð.
Einnig hefur Ida hug á því að setja upp vefsíðu þar sem hægt er að varðveita allar uppskriftir sem hún fær og gera þær aðgengilegar.
Hægt er að hringja í Idu í síma 695 7718 eða koma og hitta hana á Kaffi Klöru, hún vill endilega spjalla við þá sem geta gefið henni uppskriftir yfir kaffi og kökusneið.