Ostakökudeig:
- 300 gr Philadelphiaostur
- 1 tsk vanillusykur
- ¾ dl sykur
Browniesdeig:
- 2 egg
- 100 gr smjör
- 2 dl sykur
- 3 msk kakó
- 2 dl hveiti
- ½ tsk lyftiduft
- 1 dl grófhakkaðar pekan- eða kasjúhnetur (gjarnan saltaðar)
„Fudge“glassúr:
- 40 gr smjör
- 1 msk mjólk
- 1 ½ dl flórsykur
- 2 msk kakó
- Kasjú- eða pekanhnetur sem skraut
Hitið ofninn í 180° og klemmið bökunarpappír fastan í botninn á 20 sm smelluformi.
Ostakökudeig: Hrærið saman Philadelphiaosti, vanillusykri og sykri. Leggið til hliðar.
Browniesdeig: Hrærið egg og sykur þar til blandan verður ljós og létt. Setjið smjör og kakó í pott og hitið við vægan hita þar til smjörið er bráðnað og búið að blandast saman við kakóið. Hrærið smjörinu saman við eggjablönduna. Bætið að lokum hveiti, lyftidufti og hökkuðum hnetum saman við.
Látið helminginn af deiginu í botninn á forminu og sléttið úr því. Breiðið ostakökudeiginu varlega yfir þannig að það nái alveg út í kantana. Breiðið afgangnum af browniesdeiginu yfir. Bakið í neðri hlutanum af ofninum í um 30 mínútur. Látið kökuna kólna í forminu.
„Fudge“glassúr: Bræðið smjörið með mjólkinni í potti. Hrærið flórsykri og kakói saman við og látið blönduna sjóða við vægan hita í um mínútu. Breiðið glassúrinn yfir kökuna og skreytið með hnetum. Látið kökuna kólna í ískáp þar til glassúrinn hefur harðnað.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit