Hinn ungi og efnilegi tónlistarmaður Ouse sem réttu nafni heitir Ásgeir Bragi Ægisson hefur gefið út nýtt lag. Ágeir er frá Sauðárkróki og hljóðritar lögin sín í svefnherberginu sínu.

Það nefnist Fight It. Lagið er unnið með tónlistarmanninum Elijah Midjord. 

Lagið verður leikið á FM Trölla í dag, í þættinum Tíu Dropar sem er á dagskrá alla sunnudaga kl. 13 – 15.

Ásgeir sem er aðeins 19 ára gamall er með yfir 40 milljón spilanir á lög sín á Spotify og rúmlega 1,3 milljón mánaðarlegra hlustenda.

Fyrr á árinu kom út lagið Dofinn sem Ouse gerði með rapparanum Huginn.

Hér má sjá umfjöllun um Ouse hjá mbl.is.

Fréttatilkynning.