Þann 11. maí n.k. verður haldið kótilettukvöld til styrktar varðveislu á sögu Knattspyrnufélags Siglufjarðar.

Mikil vinna hefur þegar farið fram við varðveislu sögunnar en betur má ef duga skal og er fyrirhuguð áframhaldandi vinna í að safna saman gögnum og alls kyns efni sem stefnt er að verði aðgengilegt almenningi á vefnum.

Breytt snið verður á þessu kvöldi frá því síðast en núna verður eingöngu boðið upp á heimsendingar og kemur máltíðin með tilheyrandi meðlæti í veglegum bakka heim að dyrum á milli 18 og 19 þann 11 maí.

Alls ekki missa af þessu þar sem þinn stuðningur skiptir miklu máli!

Tekið er við skráningum í tölvupósti á brynjar@siglosport.is eða í síma 869-8483.

Verð á máltíð með heimsendingu er 5.000 kr fyrir eldri borgara og 6.000 kr fyrir almenna borgara.

KÁ-ESS! ALDUR OG FYRRI STÖRF. 40 MYNDIR OG SKOPTEIKNINGAR

Mynd af KS/Steingrímur Kristinsson