Eftir messu í Siglufjarðarkirkju á uppstigningardag í fyrra var ákveðið, að framvegis skyldu Ólafsfjarðarkirkja og Siglufjarðarkirkja hafa messu á þeim ágæta degi til skiptis, enda hefur Vorboðakórinn tekið þátt, og hann er jú skipaður söngfólki bæði úr austri og vestri.

Þetta myndi jafnframt auka tengsl safnaðanna, segir á facebooksíðu Siglufjarðarkirkju.

Nú er því komið að Ólafsfjarðarkirkju, og eru Siglfirðingar hvattir til að mæta þar.

Gísli Gunnarsson, vígslubiskup á Hólum, predikar.