Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar er öflugur félagsskapur sem víða kemur við hvort sem það er í fjaröflun til góða verka eða allskonar fræðsla.

Rótarýfundur var haldin fimmtudaginn 4. nóvember og var þar áhugaverð erindi eins og á fyrri fundum klúbbsins, eins og sjá má á fundargerð K. Haraldar Gunnlaugssonar.

“Fróðleg erindi á fundum!

Það hafa verið fróðleg og skemmtileg erindi sem gestir hafa haldið, á fundunum klúbbsins undanfarið.

Má þar nefna að Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri Tæknideildar Fjallabyggðar flutti erindi um verkefnin sem á hans borð koma og ýmislegt tengt því.

Jóhann K. Jóhannsson slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar hélt erindum um vatnsflóðin sem urðu í Ólafsfirði aðfaranótt 3. október s.l. Hamfarir sem skemmdu u.þ.b. 20 húseignir að einhverju leiti.

Fimmtudagskvöldið 4. nóvember komu svo félagarnir: Guðlaugur Magnús Ingason og Halldór Andri Árnason og fluttu erindi um endurbyggingu Kvíarbekkjarkirkju sem nú stendur yfir.

Fjölluðu þeir um aðdraganda þess að ráðist var í að bjarga kirkjunni, sem er líklega elsta húsið í firðinum. Guðlaugur Magnús fór yfir framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru og stöðu máli.

Að sjálfsögðu kom til umræðu hvernig þessar framkvæmdir eru fjármagnaðar, en eins og í öllum svona verkefnum vantar eitthvað upp á að til sé fyrir áætluðum kostnaði.

Menn eru þó bjartsýnir með það og komu ýmsar hugmyndir varðandi fjáröflun á fundinum.Þetta reyndist hinn áhugaverðasti fyrirlestur og þeim félögum Guðlaugi Magnúsi og Halldóri Andra þakkað fyrir komuna.

Áhugasömum er bent á fróðlega Facebook síðu hollvinafélagsins, þar sem fjallað eru um framkvæmdirnar í máli og myndum, einkum myndum! https://www.facebook.com/Kviabekkjarkirkja“.