Öxnadalsheiði hefur verið lokað fyrir umferð um óákveðinn tíma vegna umferðarslyss. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og beinir þeim tilmælum til vegfarenda að aka um Ólafsfjörð og Siglufjörð hvort sem menn eru á norður- eða suðurleið.
Fram kemur í fréttatilkynningu frá lögreglu að Öxnadalsheiðin sé lokuð skammt vestan Grjótár meðan á björgunaraðgerðum stendur.
Lögreglan á Norðurlandi vestra fer með rannsókn málsins og nýtur aðstoðar lögreglunnar á Norðausturlandi. Eins koma að málinu slökkviliðin á Sauðárkróki og Akureyri.