Öxna­dals­heiði hef­ur verið lokað fyr­ir um­ferð um óákveðinn tíma vegna um­ferðarslyss. Lög­regl­an á Norður­landi eystra grein­ir frá þessu á Face­book-síðu sinni og bein­ir þeim til­mæl­um til veg­far­enda að aka um Ólafs­fjörð og Siglu­fjörð hvort sem menn eru á norður- eða suður­leið.

Fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá lög­reglu að Öxna­dals­heiðin sé lokuð skammt vest­an Grjótár meðan á björg­un­araðgerðum stend­ur.

Lögreglan á Norðurlandi vestra fer með rannsókn málsins og nýtur aðstoðar lögreglunnar á Norðausturlandi. Eins koma að málinu slökkviliðin á Sauðárkróki og Akureyri.