Úthlutað hefur verið styrkjum fyrir árið 2019 til verkefna er stuðla að faglegri uppbyggingu á sviði menningarmála. Á sviði lista og menningararfs eru veittir rekstrar- og verkefnastyrkir til félaga, samtaka og einstaklinga sem starfa á sviði lista og að verndun menningarminja og hafa ekki aðgang að uppbyggingarsjóðum landshluta eða öðrum sjóðum lista og menningararfs. Til íþrótta- og æskulýðsmála eru veittir stofnstyrkir til að styðja við uppbyggingu, endurnýjun og viðhald íþróttamannvirkja og mannvirkja fyrir æskulýðsstarfsemi í samstarfi við sveitarfélög og fleiri aðila.

Mat á umsóknum byggði einkum á eftirtöldum sjónarmiðum:
a) gildi og mikilvægi verkefnis fyrir stefnu viðkomandi málaflokks,
b) gildi og mikilvægi verkefnisins fyrir kynningu og markaðssetningu viðkomandi málaflokks,
c) umsækjanda takist að ná þeim markmiðum sem verkefnið miðar að,
d) starfsferli og faglegum bakgrunni umsækjanda og annarra þátttakenda,
e) fjárhagsgrundvelli verkefnis og/eða hvort umsækjandi hafi hlotið aðra styrki til sama verkefnis.

Alls bárust 120 umsóknir en að þessu sinni eru veittir 33 styrkir fyrir samtals 64,9 milljónir kr.

Eftirfarandi umsækjendur og verkefni hlutu styrki fyrir árið 2019:

Styrkir til lista og menningararfs:

Rekstrarstyrkir, þriggja ára samningar:
Bandalag íslenskra leikfélaga 6.000.000 kr.
Heimilisiðnaðarfélag Íslands 4.000.000 kr.
Lókal, leiklistarhátíð ehf. 3.000.000 kr.
Samtök um danshús 3.000.000 kr.
Samband íslenskra myndlistarmanna 6.000.000 kr.
Sviðslistasamband Íslands 7.000.000 kr.
Sögufélag 3.500.000 kr.

Rekstrarstyrkir: 
Félag norrænna forvarða – Ísland, varðveislunámskeið og norrænt samstarf 500.000 kr.
Íslandsdeild ICOM 500.000 kr.
Íslandsdeild ICOMOS 500.000 kr.
Landsnefnd Blá skjaldarins á Íslandi 1.000.000 kr.
List án landamæra 2.000.000 kr.
Tónskáldafélag Íslands, Norrænir músíkdagar 1.600.000 kr.
Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsingafræða 500.000 kr.
Þjóðbúningaráð 500.000 kr.

Verkefnastyrkir: 
Félag leikmynda- og búningahöfunda, framlag Íslands til Alþjóðlega fjóræringsins í Prag 2019,  sýningin Boundary of the Flow 800.000 kr.
Hannesarholt, heilsársýning um íslenskt þjóðlíf um aldamót 1900 2.500.000 kr.
Karl Jeppesen, Fornar hafnir – útver í aldanna rás 1.000.000 kr.
Kling & Bang gallery ehf., endurheimting gagna fyrir heimasíðu 600.000 kr.
Kvenfélagasamband Íslands, Húsfreyjan, menningararfur og saga kvenna í 70 ár 500.000 kr.
Ragnheiður Ásgeirsdóttir, Íslensk leiklestrarhátíð í  Theatre 13 í París 500.000 kr.

Styrkir til mannvirkja á sviði íþrótta- og æskulýðsmála: 
Fjarðabyggð, landsmót 50+ 2019 4.000.000 kr.
Golfklúbbur Reykjavíkur, Íslandsmót í golfi 2019 2.000.000 kr.
Hestamannafélagið Freyfaxi, endurnýjun og viðhald á reiðhöll félagsins 500.000 kr.
Íþróttafélagið Magni, aðstöðu og vallarhús við Grenivíkurvöll 1.500.000 kr.
Íþróttafélagið Þróttur Neskaupstað,  gervigrasvöllurinn í Neskaupstað 1.000.000 kr.
Knattspyrnufélagið Víðir, viðhald á  vallarhúsi félagsins 1.000.000 kr.
Landssamband hestamannafélaga, landsmót hestamanna 2020 1.500.000 kr.
Skátafélag Borgarness, endurnýjun á skátaskálanum Flugu í Einkunnum í Borgarbyggð 1.000.000 kr.
Skíðafélag Ólafsfjarðar, endurnýjun mannvirkja 400.000 kr. 
Skotfélag Húsavíkur, uppbygging á félagsaðstöðu 1.500.000 kr.
Sveitarfélagið Hornafjörður, unglingalandsmót  á Höfn í Hornafirði 2019 4.500.000 kr.
Völsungur, strandblakvellir á Húsavík 500.000 kr.