Klukkan 13:00 til 14:00 í dag verður þátturinn Tónlistin sendur út á FM Trölla.
Lögin sem munu heyrast í þættinum eru bæði ný af nálinn eins og sagt er, en einnig gömul og notuð.
Tvö lög sem taka þátt í Eurovision í ár verða spiluð ásamt fleiri nýjum lögum.
Ekki gleyma að hlusta á þáttinn Tónlistin, hann er nefnilega nokkuð góður.
FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.
Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á trolli.is, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com
Minnum einnig á skip.trolli.is sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.
Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.