Páskaparamót BF fór fram í gær í íþróttahúsinu á Siglufirði.
Mikill fjöldi kom til að taka þátt og einnig fullt af fólki til að fylgjast með og njóta.
Snilldar taktar voru sýndir og hörku leikir. 18 pör tóku þátt í mótinu í ár og er þátttakendum þakkað fyrir þátttökuna.
BF þakkar helstu styrktaraðilum fyrir, Siglóveitingar, Siglóhótel, Segull67, Genis og Spikk&span.
Veitt voru verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin og svo voru dregnir út happadrættisvinningar.



Vinningshafar voru:
1.sæti Lilja Minný og Óli Guðbrands
2.sæti Velina og Gunnar
3.sæti Sandra og Valdís
Myndir/BF