Pekanhjúpuð ostakúla
- 500 g philadelphia rjómaostur (við stofuhita)
- 250 g maukaður ananas í dós (crushed)
- 1/2 bolli græn paprika, hökkuð fínt
- 2 msk vorlaukur, hakkaður
- 1/3 bolli pekanhnetur, hakkaðar
- 1 tsk Lawry´s seasoned salt
- 3/4 bolli pekanhnetur, hakkaðar
Blandið saman mjúkum rjómaosti, maukuðum og afrunnum ananas, papriku, vorlauki, 1/3 bolla af hökkuðum pekanhnetum og salti. Notið sleif og mótið ostablönduna í skálinni. Setjið filmu á borð og dreifið 3/4 bolla af hökkuðum pekanhnetum yfir. Setjið ostakúluna yfir og veltið upp úr hnetunum þannig þær hjúpi kúluna. Pakkið pekanhjúpaðri kúlunni inn í plastfilmuna og geymið í ísskáp þar til hún er borin fram.
Berið fram með kexi.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit