Starfsstöður í boði
• Sumarafleysingar í Íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar.
• Starfstöðvar eru á Siglufirði og Ólafsfirði.
• Kona í 80% starf, aðalstarfsstöð Ólafsfirði
• Kona í 90% starf, aðalstarfsstöð Siglufirði
• Karl í 100% starf, aðalstarfsstöð Ólafsfirði
• Karl í 100% starf, Ólafsfirði og Siglufirði
• Allir starfsmenn verða að vera reiðubúnir að vinna á báðum starfstöðvum.

Helstu verkefni og ábyrgð
• Eftirlit og gæsla í sundlaug.
• Almenn afgreiðsla og uppgjör í lok vaktar.
• Þjónusta við gesti íþróttamiðstöðvar.
• Almenn þrif og annað sem til fellur.

Menntunar- og hæfnikröfur
• Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri, hafa bílpróf og bíl til umráða.
• Gerð er krafa að viðkomandi standist hæfnispróf samkvæmt. reglugerð nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.
• Góð þjónustulund og lipurð í samskiptum.
• Góð kunnátta í íslensku er skilyrði, enska og þriðja tungumál er kostur.

Vinnutími: Um er að ræða morgunvaktir kvöldvaktir og helgarvaktir.
Launakjör samkvæmt gildandi samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknir skulu sendar með tölvupósti og skal fylgja starfsferilskrá með umsagnaraðilum og kynningarbréf. Umsækjendur þurfa að gefa leyfi til upplýsingaöflunar úr sakaskrá komi þeir til greina í starfið.
Umsóknarfrestur er til og með: 31. mars 2023. og verður öllum umsóknum svarað.

Nánari upplýsingar veitir Skarphéðinn Þórsson, forstöðumaður Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar, netfang: skarphedinn@fjallabyggd.is og farsími 866 9136