Um þessar mundir tekur gildi ný persónuverndar löggjöf í Evrópu, sem á að tryggja öryggi persónuupplýsinga. Það stingur í augu að lesa á sama tíma að Facebook hefur í mörg ár verið að veita þess háttar upplýsingar án vitundar þorra almennings. Stórblaðið The New York Times greindi frá þessu.

Face­book er í sam­starfi við að minnsta kosti fjög­ur kín­versk raf­einda­fyr­ir­tæki um að veita gagna­upp­lýs­ing­ar. Eitt fyr­ir­tækj­anna á í nánu sam­starfi við kín­versk yf­ir­völd. Þetta kem­ur fram í New York Times í gær.

Sam­komu­lagið nær aft­ur til ár­is­ins 2010 hið minnsta og sam­kvæmt því fær Huawei fjar­skipta­búnaðarfyr­ir­tækið ein­ka­upp­lýs­ing­ar um not­end­ur Face­book. Fyr­ir­tækið er á lista banda­rískra leyniþjón­ustu­stofn­ana sem þjóðarör­ygg­is­ógn, sem og Lenovo, Oppo og TCL.

Yf­ir­menn Face­book segja að reynt verði að draga úr sam­starf­inu við Huawei í vik­unni eft­ir að upp­lýst var um málið. Í sam­komu­lag­inu sem New York Times upp­lýsti um kem­ur fram að Face­book veitti fyr­ir­tækj­un­um fjór­um upp­lýs­ing­ar líkt og öðrum sam­bæri­leg­um, svo sem Amazon, Apple, BlackBerry og Sam­sung.

 

Texti: Gunnar Smári Helgason og mbl.is
Mynd: af vef