Um þessar mundir tekur gildi ný persónuverndar löggjöf í Evrópu, sem á að tryggja öryggi persónuupplýsinga. Það stingur í augu að lesa á sama tíma að Facebook hefur í mörg ár verið að veita þess háttar upplýsingar án vitundar þorra almennings. Stórblaðið The New York Times greindi frá þessu.
Facebook er í samstarfi við að minnsta kosti fjögur kínversk rafeindafyrirtæki um að veita gagnaupplýsingar. Eitt fyrirtækjanna á í nánu samstarfi við kínversk yfirvöld. Þetta kemur fram í New York Times í gær.
Samkomulagið nær aftur til árisins 2010 hið minnsta og samkvæmt því fær Huawei fjarskiptabúnaðarfyrirtækið einkaupplýsingar um notendur Facebook. Fyrirtækið er á lista bandarískra leyniþjónustustofnana sem þjóðaröryggisógn, sem og Lenovo, Oppo og TCL.
Yfirmenn Facebook segja að reynt verði að draga úr samstarfinu við Huawei í vikunni eftir að upplýst var um málið. Í samkomulaginu sem New York Times upplýsti um kemur fram að Facebook veitti fyrirtækjunum fjórum upplýsingar líkt og öðrum sambærilegum, svo sem Amazon, Apple, BlackBerry og Samsung.
Texti: Gunnar Smári Helgason og mbl.is
Mynd: af vef