Veiði hófst í Blöndu í gærmorgun og þrátt fyrir nokkuð erfið skilyrði skilaði áin sínu.

Alls veiddust tíu laxar á fyrstu vakt í gær og annað eins slapp af færi veiðimanna.  SKilyrðin voru nokkuð erfið en nokkuð mikill litur var á ánni sem og mikið vatn en þrátt fyrir það var mikið líf á svæðinu og greinilegt að það er töluvert af laxi að ganga í Blöndu þessa dagana.  Það gæti þess vegna verið mjög spennandi að vera einn af þeim fyrstu sem stendur við bakkann þegar hún sjatnar aðeins og liturinn fer úr henni.  Þeir sem þekkja Blöndu vita sem er að það eru fáar laxveiðiár á Íslandi jafn gjöfular við þær aðstæður eins og hún.

Það verður fróðlegt að sjá næstu daga þegar veiði fer almennilega af stað á efri svæðunum í Blöndu en þau eru mjög frábrugðin fyrsta svæði.  Svæði II er langt og þar er að finna ansi marga skemmtilega veiðistaði það er óhætt að segja að þetta svæði sé bæði krefjandi en líka mjög skemmtilegt.  Svæði III hefur síðan meiri afmarkaða veiðistaði en svæði II og hefur vaxið í vinsældum síðustu ár.  Að öðrum svæðum ólöstuðum í ánni er svæði IV algjörlega einstakt og klárlega “bucket list” mál fyrir alla veiðimenn að prófa.  Set þetta svæði næstum því á par við Svæði IV í Stóru Lax-Á.

Frétt: visir.is
Mynd: fb síða lax-á