Svavar Viðarsson var að senda frá sér nýtt lag sem komið er út á öllum helstu streymisveitum.

Lagið heitir Komdu nær og er lag og texti eftir Svavar sem að þessu sinni hefur fengið til liðs við sig tónlistarmanninn og söngvarann Bjarna Ómar.

Lagið er próduserað af Courtney Jones sem hefur verið tilnefnd til Grammy verðlauna og hefur unnið með mörgum af fremstu tónlistarmönnum samtímans.

Þetta er annað lagið sem Svavar gefur út, en í fyrra kom út lagið Beisk tár.

Lagið “Komdu nær” er sumarlegt, rómantískt og ferskt popplag sem er líklegt til árangurs sem eitt af sumarlögum ársins.