Heimili og skóli hefur aukið þjónustu sína og býður upp á Foreldrasíma.

Hann er hugsaður fyrir foreldra og fagfólk til að fá ráðgjöf og stuðning.

Í Foreldrasímanum eru veittar upplýsingar um hvert skal leita með mál og ráðgjöf veitt eftir atvikum til að styðja við og efla foreldrasamstarf og jákvæð samskipti foreldra og skóla.