Þátturinn Gestaherbergið verður á dagskrá í dag frá klukkan 17:00 til 19:00.
Palli og Mundi stjórna þættinum í dag en Helga getur ekki verið með sökum vinnu.

Þessi þáttur Gestaherbergisins er sá seinasti í bili.
Ef Helga þarf ekki að vinna mikið á þriðjudögum og fær húsnæði sem hún getur sent út þáttinn í, þá verður hún á einum stað í Noregi og Palli heima hjá þeim í Gestaherberginu í stúdíói III. Og þannig verður hægt að senda út þáttinn. En þetta skýrist allt á næstu vikum.

FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.

Einnig má hlusta á netinu, hér á trolli.is, í Spilaranum t.d. í Apple TV og ýmsum nýrri sjónvarpstækjum, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com

Minnum einnig á skip.trolli.is sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.