Marenering fyrir lambakjöt

  • 2 rósmarínkvistar, stöngullinn fjarlægður og nálarnar hakkaðar
  • 4 hvítlauksrif, pressuð
  • 4 tsk Dijonsinnep
  • 0,5 dl ólívuolía
  • salt
  • pipar

Blandið öllu saman. Látið kjötið og marineringuna í plastpoka (nuddið marineringunni á kjötið) og látið standa í ísskáp í sólarhring.

Brúnið kjötið á pönnu og setjið síðan í ofn við 150°. Eldunartíminn fer eftir bita af lambinu. Ef kjötið á að vera ljósrautt er ágætt að miða við 67° á kjöthitamæli.

Fullkomið er að hafa kramdar kartöflum sem meðlæti.

Kramdar kartöflur með parmesan og steinselju

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit