Heimsóknarbann á sjúkra- og hjúkrunardeildum HSN hefur verið í gildi frá 7. mars sl. vegna COVID-19 faraldursins.

Á upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar þann 14. apríl sl. nefndi forsætisráðherra í máli sínu að tilslakanir á heimsóknarbanni hjúkrunarheimila væru í undirbúningi.

Á daglegum fundi Almannavarna 22. apríl voru tilslakanir kynntar.

Fyrirkomulag heimsókna á sjúkra- og hjúkrunardeildum HSN verður kynnt um miðja næstu viku.

Fram að 4. maí verða engar breytingar á núverandi heimsóknarbanni.