Kramdar kartöflur með parmesan og steinselju

  • 1 kg kartöflur
  • 1/2 bolli ólívuolía
  • 1 tsk sjávarsalt
  • 3 hvítlauksrif, afhýdd, kramin og söxuð
  • 1/2 bolli fersk steinselja, hökkuð (er um 1/4 bolli eftir að hún hefur verið hökkuð)
  • rifið hýði af 1 sítrónu (passið að raspa léttilega á sítrónuna þannig að það komi ekkert hvítt með)
  • 1/4 bolli rifinn parmesanostur

Hitið ofninn í 200°. Skolið kartöflurnar og sjóðið þar til þær eru tilbúnar, um 20 mínútur. Hellið af kartöflunum og látið þær þorna í sigti eða á viskastykki.

Sáldrið ólívuolíu yfir bökunarplötu og leggið kartöflurnar í einföldu lagi á plötuna. Passið að þær liggi allar á ólívuolíunni. Þrýstið botni á skál eða glasi ofan á kartöflurnar þannig að þær kremjist. Sáldrið ólívuolíu yfir og bakið í 30 mínútur, eftir 15 mínútur í ofninum er þeim snúið við.

Blandið saman söxuðum hvítlauk, hakkaðri steinselju, fínrifnu sítrónuhýði og parmesanosti í skál. Þegar kartöflurnar eru tilbúnar eru þær settar í skál og velt upp úr blöndunni. Berið strax fram.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit