Ingvi Rafn Björgvinsson sem gerir tónlist undir listamannsnafninu dirb gefur út þriðju smáskífu af væntanlegri plötu sinni sem kemur út í júlí. Lagið Segðu mér er sungið af GDRN og verður leikið í þættinum “Tíu Dropar” á FM Trölla í dag.

GDRN sem heitir réttu nafni Guðrún Ýr semur lag og texta ásamt Ingva. 

dirb gaf út sitt fyrsta lag í apríl, það var nokkurskonar remix af remixi af laginu Spare Room með Oyama. Ingvi spilar á bassa í fjölda hljómsveita en hæst ber að nefna Oyama sem hefur verið starfandi frá árinu 2012.

GDRN gaf út sína fyrstu plötu Hvað ef árið 2018. En í febrúar á þessu ári kom út önnur plata hennar sem nefnist GDRN.

Forsíðumynd eftir Hörð Ásbjörnsson

Aðsent