Tónlistarmaðurinn Pétur Arnar frumflutti meðal annars lagið Vonarstjörnu á FM Trölla um árið.

Lagaútgáfa hans hefur undið upp á sig, og nú í mars setti hann 5 lög til viðbótar af stað til að ná 12 lögum samtals, með það í huga að gefa út plötu.

Nú stendur yfir hljóðblöndun og frágangur og er Pétur Arnar með Karolina Fund forsölu/söfnun í gangi en langt er í land nú þegar aðeins örfáir dagar eru eftir svo nú ríður á að þeir sem hafa áhuga á að eignast plötuna bregðist skjótt við til að verkefnið komist í mark.

Pétur Arnar segir:
Ég er bara að reyna að koma smá peppi og bjartsýni út í heiminn með þessum lögum sem gjarnan hafa orðið til sem pepp fyrir sjálfan mig”

Hér er brot úr einu af nýju lögunum:
https://www.youtube.com/watch?v=UV5KrcGaJgg

Og svo eru stiklur úr þeim öllum í örstuttu kynningarvideoi á söfnunarsíðunni.
https://www.karolinafund.com/project/view/3455

Allt getur komið að gagni svo sem deilingar á Facebook, og ekki er bannað að tryggja sér eintak og gera útgáfuna í leiðinni mögulega.

Trölli óskar Pétri Arnari velfarnaðar og hvetur þá sem vilja taka þátt til að bregðast vel við þessu ákalli hans.