Hakkabuff með parmesan í raspi

  • 500 g nautahakk
  • 100 g rifinn parmesan ostur
  • 1 laukur, fínhakkaður (ég mauka hann með töfrasprota)
  • 1 hvítlauskrif
  • 2 egg
  • 2 msk Dijon sinnep
  • 1 tsk salt
  • 1/2 tsk pipar

Hitið ofninn í 175° og sjóðið kartöflur.

Blandið nautahakki, parmesan osti, lauki, pressuðu hvítlauskrifi, sinnepi, eggjum, salti og pipar saman. Mótið 8 buff og leggið til hliðar.

Takið 3 skálar og setjið hveiti í eina, upphrært egg í eina og rasp í eina.

Veltið buffinu fyrst upp úr hveiti, síðan eggi og að lokum raspi. Steikið upp úr vel af smjöri og olíu og færið svo yfir í eldfast mót. Þegar öll buffin hafa verið steikt eru þau sett í ofninn í ca 10 mínútur.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit