Þeir sem ferðast erlendis um þessar mundir þurfa að huga að því hvernig bregðast skuli við ef Covid-19 smit greinist hjá þeim. Reglur eru mismunandi á milli landa og þarf að skoða þær rækilega áður en lagt er af stað í langferð.

Allt Tenerife hefur verið að gefa ferðalöngum sem ferðast til Tenerife upplýsingar um hvernig málum er háttað á Kanaríeyjum.

Í gær komu góðar og skilmerkilegar upplýsingar frá þeim, þar er farið yfir það hvernig bregðast eigi við ef Covid-19 ef smit ber að garði.

Það má ætla að þessar upplýsingar séu ekki einungis fyrir Tenerife, heldur einnig fyrir Gran Canaria og aðrar Kanaríeyjar.

Sjá upplýsingarnar frá Allt Tenerife hér að neðan:

Greindist þú jákvæður af Covid-19 á Tenerife?

Við vonum svo sannarlega að það séu ekki margir í þeirri stöðu að greinast jákvæðir af Covid-19 fyrir heimför til Íslands. En ef svo fer þá er ferlið hér í grófum dráttum.

Í fyrsta lagi, ef þú ert að ferðast með ferðaskrifstofu er að sjálfsögðu fyrsta skref að hringja í fararstjórann.

Gott er einnig að athuga hjá sínu tryggingarfélagi eða kortafyriræki hvernig ykkar ferðatryggingum er háttað.

Ef þú ert á eigin vegum þá þarftu að halda kyrru fyrir á þeim stað sem þú ert að gista á þangað til að þú hefur heyrt í stjórnvöldum um næstu skref. Við erum á Spáni og ferlið gæti tekið dálítinn tíma, verið þolinmóð á meðan verið er að koma ykkur í réttan farveg <3

  • Sá sem er jákvæður þarf að hringja sjálfur því hann er spurður út í allskonar varðandi smitið og heilsuna. Símanúmerið sem á að hringja í er 900 012 061 en einungis er hægt að hringja í þetta númer úr spænsku símanúmeri! Prófið hvort þið getið hringt í 012, ef það virkar ekki að hringja þá í 112.
  • Spánn býður öllum ferðalöngum, sem gista á “Viðurkenndri ferðamannagistingu” frá 1-30 dögum, upp á fría þjónustu ef upp kemur smit á meðan á dvöl stendur.
  • Fyrirtækið sem sér um þetta á Canary eyjum heitir AXA – heimasíðuna þeirra má finna hér.
  • Eftir að búið er að tilkynna um smitið til stjórnvalda þarf að hafa samband við AXA til að komast að hjá sóttvarnarhótelinu. Við getum ekki betur séð en að sá smitaði og hans ferðafélagi séu tryggðir. Sjá texta hér á síðu þeirra: “Tourists visiting any island in the Canary Islands archipelago for a minimum of 1 night and a maximum of 30 days, staying at regulated tourist establishments, who test positive in a PCR test for COVID-19 during their stay, will be considered insured parties, and also their accompanying relatives, even if the latter do not test positive.”
  • Síminn hjá AXA er +34 932 086 807 – einnig er hægt að senda tölvupóst á team_leader_medico@axa-assistance.es
  • Bíða þarf í 10 daga frá því að smit er greint og þangað til má fara aftur í test!

Við minnum síðan á Covid blogið okkar sem má finna hér – þar uppfærum við núgildandi reglur hverju sinni um leið og þær breytast.