Lögð var fram fyrirspurn Róberts Guðfinnssonar f.h. Selvíkur ehf. á 271 fundi bæjarráðs Fjallabyggðar, þar sem óskað var eftir afstöðu nefndarinnar til hugmynda um frístundabyggð við veginn upp í Skarðsdal og við veginn neðan golfskála.

Nefndin tekur jákvætt í hugmyndina byggt á þeim gögnum sem fram eru lögð en bendir á að gera þarf deiliskipulag af svæðinu sem yrði kostuð af framkvæmdaraðila og aðalskipulagsbreytingu sem yrði kostuð af sveitarfélaginu, ef af verkefninu verður.

Sjá má á meðfylgjandi loftmynd staðsetningu fyrirhugaðar frístundarbyggðar, hún er rauðmerkt.