„ÍSLANDSLAG og FURÐUFISKAR“
Listsýning hjá Listhúsi Ófeigs v/Skólavörðustíg 5, 13. nóvember – 8. desember 2021. Glerverk og fotografik.
PÍA RAKEL SVERRISDÓTTIR
Yfirskriftin vísar til þess að Siglufjörður og Tröllaskagi voru æskustöðvar mínar á sumrin.
Þessi sýning mín er öðruvísi með efnisval, að því leyti, að ég leyfi mér að finna barnið í mér. COVID einkenni.
Í lífi mínu hefur verið hringrás, án þess að ég gerði mér grein fyrir því, fyrr en síðar í lífshlaupinu.
Þetta hafði áhrif á, að ég sótti um gestavinnustofu í Herhúsinu á Siglufirði 2015, eftir að hafa verið í burtu
Í ein 50 ár.
Ég gerði verkefni um snjóflóðavarnir og arkitektúr, sem einkennir byggðina þarna.
En minningar spruttu fram í skitsum, um fantasíur og þjóðsögur frá barnæskunni.
Verkin eru unnin í plangler og ljósmyndum með sandblásnum grafikmynstrum.
Síðan hef ég haft mitt annað heimili og vinnustofu í firðinum fagra, Siglufjörður á Tröllaskaga.
Annars á Amager í Kaupmannahöfn, Danmörku.
Opnun: laugardag 13. nóvember kl. 13-17 og sunnudag 14. nóvember kl. 13-17
Listamaðurinn verður á staðnum báða daga.
Biografi:
Pia Rakel Sverrisdóttir fæddist í Skotlandi árið 1953 af finnsk íslenskum foreldrum. Á yngri árum sínum flutti hún til Íslands og bjó þar þangað til hún fékk stúdentspróf. Til Danmerkur fór Pía til náms 1973 hjá Det Kongelige Danske Kunstakademis Arkitektskole
Ferill hennar, sem glerlistamaður byrjaði í Danska Hönnunarskólanum, þar sem hún var gestanemandi í 2 ár.
Hún starfaði vid hönnun og glerlist í 4 ár hjá HolmegårdsGlasværk, Næstved og sinnti einnig gestakennarastörfum í Dansk Designskole,Kaupmannahöfn og Kolding Kunsthåndværkerskole, auk fleiri lýðháskóla í Danmörku.
Vegna náms hennar í arkitektur hefur hún haft mikinn áhuga á að vinna glerið og rýmið saman. Hún hefur gert fjölda skreytingarverkefna i byggingum,stundum í samvinnu við arkitekta bæði fyrir opinbera- og einkaaðila.
Meðal þeirra eru Velux Glerverksmiðjurnar,sem eru staðsettar um allan heim. Hún hefur gert sjálfstæðar glermyndir fyrir þá í mörgum löndum sidustu 20 ár. Má nefna, Ástraliu,Rússland, Kína og mörg evrópulönd og Kanada.
Snemma byrjaði hún að gera tilraunir með gluggagler sem endurunnið var úr ruslgleri, sem einingar eða skraut fyrir byggingar. Árin 1999-2002 fékk hún styrk úr Hönnunarsjóði Kaupmannahafnar fyrir nýsköpun og „Den Grönne Jobpatrulje“ til að gera tilraunir og rannsóknir á ruslgleri til endurvinnslu til að framleiða veggflísar og inniveggi. Þetta verkefni stýrði hún með þverfaglegri samvinnu við „Kvarterslöft i Holmbladsgadekvarteret á Amager.
Pia var með verkstæði í um 25 ár við ströndina á Amager í gamalli verksmiðjubyggingu. Síðustu ár hefur hún einnig verið með vinnustofu og heimili á Siglufirði. Eins og farfuglinn , fer hún á milli staða, en til Íslands verður hún að fara og hlaða batteríin í nærveru við náttúruna. Nálægðin við náttúruna á Íslandi, skriðjöklar, vatn, ís og hraun, hafa oftast verið viðstödd í verkum hennar ásamt geometriskum formum og arketýpu táknum úr norrænu goðafræðinni. T.d. íbúðablokk á Frederiksberg, sem hver uppgangur hefur eigin glerskreytingu úr goðafræðinni. Thorsgården heitir byggingin.
Verkefni á Íslandi: má meðal annars geta „Dagfinn Dýralækni“ á Skólavörðustíg, sandblásnir gluggar móti götu , Valitor, Garðabæ, hreyfanlegir glerskermar í anddyri. Nýlega var uppsett verk eftir Píu í Kjósinni. Sandblásið Glerlistaverk í anddyri Veiðihúss Veiðifélags Kjósarhrepps, við Laxá í Kjós. „STREYMI“ heitir verkið, sem á að minna a feril laxins frá vatni til sjávar.
Samhliða þessu þátttaka i mörgum listsýningum hérlendis og erlendis.
Meðlimur af SIM.is og BKF.dk
Aðsent.