Þátturinn verður sendur út frá Studio 7 á Englandi og enn sem fyrr er það Oskar Brown sem situr við stjórnvöllinn. Í dag býður Oskar hlustendum FM Trölla upp á glæsilega blöndu af lögum úr öllum áttum og á meðal þeirra sem að koma við sögu í þættinum í dag eru: Betty Boo, Birgir, Classix Noveaux, Elíza Newman, KEiiNO, ROJOR, Sonia Stein, The West View/Sorry The Hedgehog, og Tony Hadley.
Endilega stilltu á FM Trölla frá kl. 17 í dag, þú sérð ekki eftir því.
Plötuspilarinn er á FM Trölla alla föstudaga frá kl. 17:00 – 18:00.
FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum https://trolli.is/
Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.
Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta
Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is