Gróskumikið líf hefur verið í Barnastarfi Siglufjarðarkirkju um margra ára skeið. Samstarf þeirra Sigurðar Ægissonar, Rutar Viðarsdóttur og Viðars Aðalsteinssonar hefur staðið yfir í 21 ár með þeim árangri að börn, foreldrar þeirra og oft amma og afi mæta í barnastarfið á sunnudagsmorgnum.
Í gær var síðasti sunnudagsskólinn í vetur og tóku nokkrir “kirkjuskóla” pabbar sig til og útbjuggu dýrindis hlaðborð fyrir börn og fullorðna.

Ekki nóg með það, þá tók einn pabbinn hann Hrólfur Baldursson sig til og hrekkti prestinn eins og honum er einum lagið. Fannst honum hann eiga Sigurði harma að hefna, en eins og þekkt er orðið er sr. Sigurður Ægisson oft á tíðum stríðinn.
Barnastarf Siglufjarðarkirkju hefst aftur næsta haust og án efa verður það jafn gróskumikið og ánægjulegt, bæði fyrir börn og fullorða eins og í vetur.