Bayern-Versicherung AG stofnaði Premium ehf. í samstarfi við Sparnað ehf. í upphafi árs 2011.

Tilgangur félagsins er meðal annars skráning og innheimta iðgjalda vegna lífeyristrygginga sem launþegar hafa kosið sem sinn viðbótarlífeyrissparnað fyrir efri árin.

Premium ehf. óskar eftir að ráða inn starfsmann vegna aukinna verkefna.
Um er að ræða 100% starf og vinnutími er frá 08:00 – 16:00 alla virka daga.

Hæfniskröfur:
– Almenn tölvukunnátta nauðsynleg
– Þekking á lífeyris- og félagakerfinu Jóakim mikill kostur
– Gott vald á íslensku og ensku
– Nákvæmni og vönduð vinnubrögð
– Frumkvæði og metnaður í starfi

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst.
Umsóknarfrestur er til og með 20.09.2021

Vinsamlegast sendið umsóknir á Ástu Rós Reynisdóttur, framkvæmdastjóra, á netfangið asta@premium.is.