Nautahakksfyllingin:
- 1 bakki nautahakk
- svartur pipar
- paprikukrydd
- oregano
- cumin
- 1/2 dl vatn
- 1 msk soja sósa
- 1 msk sweet chili
- 1 hvítlauksrif
- 1 msk tómatpuré
Steikið nautahakkið og kryddið eftir smekk (smakkið til!). Bætið vatni saman við og látið sjóða saman við vægan hita í 5 mínútur. Bætið þá sojasósu, sweet chili, hvítlauksrifi og tómatpuré saman við, blandið vel og látið allt sjóða saman í 2-3 mínútur.
Sósan:
- 1 dós hakkaðir tómatar
- 1 tsk oregano
- svartur pipar
- cayenne pipar
- salt
Blandið öllu í pott og látið sjóða saman.
Guacamole
- 1 avokadó
- 1 dl sýrður rjómi
- 1 hvítlauksrif, pressað
- fínrifið hýði af 1 sítrónu
- cayenne pipar
- salt
Stappið avókadóið og hrærið saman við hin hráefnin.
Til að setja saman:
- tortillur
- jalapeno
- maísbaunir
- rifinn ostur
Setjið nautahakk, maísbaunir, sósu, rifinn ost og jalapeno á hverja tortillu. Brjótið tortilluna saman í hálfmána ost steikið á pönnu í nokkrar mínútur á hvorri hlið. Skerið í sneiðar og berið strax fram með salati og guacamole.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit