Vegna viðhalds á dreifikerfi RARIK verður rafmagnslaust frá Gilslaug að Sólgörðum og út að Molastöðum í Fljótum í dag, fimmtudaginn 13. júlí frá kl 13:00-16:00.

Einnig verður rafmagnslaust frá hesthúsahverfi við Hofsós, á Höfðaströnd, í Sléttuhlíð og Fljótum frá kl 16:00-16:15. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar.

Nánari upplýsingar veitir svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9000.

Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof