Aðfaranótt 3. júlí verður viðhaldsvinna í aðveitustöð Hrútatungu.
Á þeim tíma verður Húnaþing vestra rekið á varaafli og á varaleiðum.
Það þýðir að rafmagnstruflanir verða um miðnætti og að vinnu lokinni, um kl. 6 um morguninn. Ekki er hægt að útiloka langvarandi rafmagnsleysi þennan tíma.
Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9690 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Myndin er skjáskot af vefsíðu Rarik.