Lögð var fram umsókn frá Rögnvaldi Guðmundssyni f.h. Rarik á 305. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar þar sem sótt er um lóð undir dreifistöð á milli Snorragötu 4 og 6 á Siglufirði.
Húsið sem ráðgert er að nota verður 2,48×3,44 m að grunnfleti. Einnig lögð fram teikning af staðsetningu lóðar sem sótt er um og mynd af væntanlegu húsi fyrir dreifistöð.
Nefndin samþykkir að unnin verði breyting á deiliskipulagi Snorragötu svo hægt verði að skilgreina og úthluta lóð undir fyrirhugaða dreifistöð Rarik. Breytingin telst óveruleg og skal því fara fram grenndarkynning fyrir lóðarhafa Snorragötu 4 og 6, í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Skv. 3.mgr. 44.gr. skipulagslaga er skipulagsnefnd heimilt að stytta tímabil grenndarkynningar ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta, hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn áður en fjórar vikur eru liðnar að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.
Fylgiskjöl: