Nei, vonandi verður ekki eldur í Gestaherberginu en þema þáttarins í dag verður eldur.
Helga og Palli verða með þáttinn sinn klukkan 17 til 19 í dag og munu leika lög sem tengjast eldinum á einn eða annan hátt.

Að sjálfsögðu verður hægt að biðja um óskalögin góðu með því að senda þeim skilaboð, nú eða jafnvel hringja í þau í beina útsendingu.
Símanúmerið er hægt að finna á síðu Gestaherbergisins á Facebook.

Þáttastjórnendur munu hringja í Ingibjörgu Pálsdóttur og fræðast um Sumardaginn fyrsta sem fagnað hefur verið með skemmtilegum hætti á Hvammstanga áratugum saman.

Gestaherbergið er sem áður segir á dagskrá klukkan 17 til 19 alla þriðjudaga á FM Trölla og á trolli.is