Textahöfundur frá Cornwall, tónlistarmenn í Noregi, Brussel og á Íslandi tóku höndum saman og mynduðu þannig tónlistarbandalag um gjörvalla Evrópu til að semja grípandi popplag sem kom út 2. ágúst síðastliðinn.

„Daginn sem ég vaknaði og heyrði fréttirnar um að Bretland væri að yfirgefa ESB, brast ég bókstaflega í grát,“ sagði Jacky Garratt, textahöfundur, sem er staðsett í vesturhluta Cornwall. „En Zoom, What’s App og Google Drive gera mér kleift að fara yfir landamæri Evrópu á hverjum degi og vinna með vinum um alla álfuna.”

Ung og upprennandi söngkona, Ásdís Aþena, er í aðalhlutverki í þessu tilfinningaþrungna „girl-meets-girl“ popplagi. Þetta er hrífandi lag sem Ásdís og lagasmíðateymi hennar vonast til að nái hjörtum fólks um alla Evrópu.


Þetta samvinnuverkefni hófst þegar Jacky Garratt svaraði ákalli frá Guðmundi Helgasyni „Munda“, íslenskum lagahöfundi og pródúsent með aðsetur í Noregi, um texta við þetta lag sem hann hafði samið. Lagið blómstraði í frjósömu og skapandi samstarfi þeirra. Stephanie Biasoli í Brussel tók sig svo til og hjálpaði við að þróa melódíuna.

Ásdís söng upphaflega demo að laginu, en það hljómaði svo vel að allir voru sammála um að hún skyldi gefa það út sjálf. Mundi uppgötvaði Ásdísi Aþenu fyrst þegar hún kom fram á bæjarhátíðinni „Eldur í Húnaþingi“ á Hvammstanga árið 2022, og pródúseraði í kjölfarið EP plötu hennar „Break Apart“ sem kom út árið 2023. Ásamt þremur eigin frumsömdum lögum inniheldur platan ábreiðu af Kate Bush smellinum „Running Up That Hill“ 

Lagið, sem ber nafnið „Adriana“ kom út rétt fyrir Iceland Pride Week sem fram fór í Reykjavík. Ekki spillir að lagið hefur yfir sér „eitís“ blæ.

Lagið og fleiri verk Ásdísar má finna á Spotify.

Hún er líka á öðrum streymisveitum, Instagram og Facebook.


Aðsent