Dalvíkurbyggð óskar eftir rekstraraðila fyrir tjaldsvæðið á Dalvík. Tjaldsvæðið er staðsett við Skíðabraut og er 11.319 fermetrar að stærð. Á tjaldsvæðinu er aðstöðuhús með öllum nauðsynlegum aðbúnaði og rafmagnstenglar fyrir ferðavagna.

Óskað er eftir rekstraraðila fyrir tjaldsvæðið til þriggja ára, með möguleika á framlengingu tvisvar sinnum í eitt ár í senn.

Áhugasamir geta óskað eftir verðfyrirspurnargögnum á netfanginu dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is.

Frestur til þess að skila inn tilboðum í rekstur tjaldsvæðisins er til 16. mars nk.