Fréttatilkynning vegna ársreiknings Fjallabyggðar 2017.
Rekstrarniðurstaða jákvæð um 160 mkr.
Ársreikningur Fjallabyggðar var lagður fram til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi 2. maí 2018.
Helstu niðurstöður eru eftirfarandi:
1. Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs Fjallabyggðar (A+B hluti) var jákvæð um 160 mkr. fyrir árið 2017, en var jákvæð um 199 mkr. árið 2016, þrátt fyrir gjaldfærslu vegna Lífeyrissjóðsins Brúar upp á 75 millj.kr..
2. Rekstrartekjur A og B hluta námu 2.653 mkr. á árinu 2017, en voru 2.319 fyrir árið 2016. Mestu munar um að Hornbrekka var tekin inn í samstæðu Fjallabyggðar sem b-hluta fyrirtæki.
3. Rekstrargjöld ársins 2017 námu 2.483 mkr. en voru 2.108 mkr. fyrir árið 2016. Mestu munar um að Hornbrekka var tekin inn í samstæðu Fjallabyggðar sem b-hluta fyrirtæki.
4. Veltufé frá rekstri nam 471 mkr. eða 17.8% miðað við 445 mkr. árið 2016 (19.2%)
5. Skuldaviðmið er 59,0%, en var 60.7% árið 2016. Viðmið samkvæmt sveitastjórnalögum er 150%.
6. Eigið fé Bæjarsjóðs Fjallabyggðar er 2.929 mkr. eða 58.9%, en var 2.643 eða 58.2% árið 2016.
7. Ef veltufé frá rekstri væri eingöngu notað til greiðslu langtímaskulda tæki það 0,92 ár, miðað við 1 ár, árið 2016.
8. Fjárfestingar á árinu 2017 voru 441 mkr. Helstu framkvæmdir voru viðbygging við Menntaskólann á Tröllaskaga, ný líkamsrækt í Ólafsfirði , endurnýjun Bæjarbryggju, yfirlögn malbiks á götur, nýtt tjaldsvæði á Siglufirði, fráveitulagnir í báðum byggðakjörnum.
Ársreikningurinn sýnir að fjárhagsstaða bæjarsjóðs er sterk og rekstur sveitarfélagsins er í föstum skorðum.
Gunnar Ingi Birgisson
bæjarstjóri
Frétt fengin af vef: Fjallabyggðar