Réttað verður í Holtsrétt í Fljótum, Ósbrekkurétt í Ólafsfirði og Siglufjarðarrétt í dag.

Í dag, laugardaginn 15. september, verða réttir í Holtsrétt í Fljótum – sem er rétt hjá Ketilási – Ósbrekkurétt í Ólafsfirði og Siglufjarðarrétt í Siglufirði.

Réttir hafa um árabil verið mikill mannfagnaður, jafnt fyrir unga sem aldna, hvort sem þeir stunda búskap eða annað.

Réttarböll verða um kvöldið, bæði í Ketilási og Tjarnarborg.

Hér er skemmtilegt myndskeið sem Valgeir Þór Halbergsson tók 7-8 sept í Hrútatungurétt í Húnavatnssýslu. Fyrir þá sem til þekkja má geta þess að Valgeir Þór er tengdasonur Árna Jóns og Sigurlaugar á Bálkastöðum 1.

“Við förum alltaf með börnin í réttir þó Bálkastaðir eigi ekkert fé þar. Veðrið var svo gott að ég stóðst ekki mátið að fljúga í stað þess að rétta” segir Valgeir Þór.

 

Á vef Bændablaðsins má finna lista yfir allar réttir haustið 2018 – hér.

Frétt: Gunnar Smári Helgason
Myndband: Valgeir Þór Halbergsson – birt með leyfi
Forsíðumynd: úr myndbandinu