Róbert Guðfinnsson athafnamaður á Siglufirði hefur ákveðið að bjóða til sölu allar ferðaþjónustueignir sínar í bænum.
Róbert sagði í viðtali við Mbl.is “að hann hafi verið með tvær einingar í uppbyggingarfasa á Siglufirði, annars vegar í ferðaþjónustu og hins vegar í líftæknifyrirtækinu Genís.
Það er nokkuð ljóst að Genís mun kalla á mjög mikla athygli á næstu misserum, enda liggja þar feikileg tækifæri. Ég verð því að velja á milli þess að sinna Genís vel eða ferðaþjónustunni,“
Eignirnar sem um ræðir eru Sigló hótel, Gistihúsið Hvanneyri og veitingastaðirnir Rauðka, Hannes Boy og veitingastaðurinn Sunna á Sigló hóteli.