Lagt er fram erindi Róberts Guðfinnssonar f.h. Siglo golf and ski club á 717. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar.
Í erindinu er þess farið á leita að sveitarfélagið veiti félaginu styrk að fjárhæð 30 millj.kr. til uppbyggingar á blöðrubraut sem félagið hyggst byggja í Skarðsdalsskógrækt.
Einnig er þess farið á leit að forsvarsmenn félagsins fái að koma á fund bæjarráðs til að fylgja umsókninni eftir.
Afgreiðslu er frestað en bæjarráð samþykkir að bjóða forsvarsfólki Sigló golf and ski club ehf til fundar á næsta reglulega fund ráðsins.

Myndir/aðsendar