Rafmagnsleysi hefur verið víða um land vegna óveðursins og heilu byggðarlögin rafmagnslaus í mislangan tíma. Á Siglufirði stóð rafmagnsleysið yfir í um 15 klst. samfleytt, en rafmagn var sett á bæinn smá saman seinni part miðvikudags.
Meðan á rafmagnsleysinu stóð fóru fréttamenn Trölla.is á stúfana og tóku myndir víðs vegar um Siglufjörð.
Þar var nánast ekki hræða á ferðinni, hvergi ljós að sjá í neinum glugga og engin starfsemi í gangi í bænum. En víða voru kyrrstæðir bílar í gangi þar sem fólk var að hlaða símana til að vera í sambandi við umheiminn.
Sjúkrahús Siglufjarðar var eini staðurinn þar sem rafmagn var í notkun og var það knúið áfram af vararafstöð stofnunarinnar. Var það rómur manna að stöðugur straumur af heimsóknargestum hefðu komið í ilmandi kaffisopa.

Það var eins og Siglufjörður hafi verið yfirgefinn og spurt að því hvort eitthvað hafi gleymst

Jólalegt þrátt fyrir allt

Hvanneyrabrautin

Það var engin starfsemi á Siglufirði í rafmagnsleysinu

Það hefur ekki fest mikinn snjó í fjöllin

Kuldalegt um að lítast

Þormóðsbrekka vel mokuð

Ekki hræðu að sjá

Engir gestir í dag

Það var ekki mikil ofankoma og lítill snjór á Siglufirði

Gústi guðsmaður stendur af sér allt veður

Kirkjuklukkan frosin

Það var smá líf við höfnina þar sem sjómenn voru að huga að bátum sinum

Hlýtt og bjart á sjúkrahúsinu og góður kaffisopinn