Sæluvika Skagfirðinga verður haldin dagana 25. apríl – 1. maí nk. með örlítið breyttu sniði vegna samkomutakmarkana.
Viðburðir verða ýmist haldnir með rafrænum hætti eða með þeim hætti sem rúmast innan gildandi samkomutakmarkana. Ný heimasíða Sæluviku sem mun halda utan um viðburði og dagskrá Sæluviku fer í loftið á næstu dögum. Þar verða viðburðir Sæluviku auglýstir og hægt að horfa á rafræna viðburði sem í boði verða.
Þeim sem hafa hug á að setja upp viðburð í Sæluviku, hefðbundinn eða rafrænan, er bent á að hafa samband við Hebu Guðmundsdóttur á netfangið heba@skagafjordur.is eða í síma 455 6017.